Hinir fáu útvöldu

Nú er Steinn Logi orðin stjórnarformaður Haga!

Við erum ágætlega menntuð, Íslendingar hélt ég, samt er eins og það sé bara handfylli manna og kvenna sem geta stjórnað fyrirtækjum landsins og það er alltaf sama fólkið sem róterar á milli fyrirtækja og innan stjórna.  Hvernig stendur á því?  Höfum við ekkert lært?

Hversvegna eru aðrir ekki gjaldgengir?  Hvernig á maður að treysta Steini Loga, þó hann sé eflaust ágætur maður að innra upplagi?  Ég þekki ekki hans sögu í smáatriðum en var hann ekki við stjórnvölin á Húsasmiðjunni sem var á endanum yfirtekin af bankanum?  Hafði hann ekki ágætan tíma, nokkur ár, til að stjórna því fyrirtæki?  Hvar er allt okkar gæða fólk?

Það hlýtur að vera til stærri hópur sem hægt er að velja úr sem hefur hæfileikana, menntunina og viljann, jafnvel löngunina?  Hversvegna ekki að finna þannig fólk og koma viðskiptalífinu okkar upp úr þessum táradal sem það nú er í vegna þessa sama fólks m.a. sem stjórnar öllum fyrirtækjum.  Fyrir mig sem neytanda er ekkert að breytast þar sem hugmyndafræðin sem er lögð til grundvallar rekstri fyrirtækjanna er ekkert að breytast því það stjórna alltaf sama fólkið.

Hvernig væri nú að reyna að læra eitthvað af mistökum síðustu ára og fá fagfólk inn í rekstur fyrirtækjanna og hætta þessu endalausa poti.


mbl.is Steinn Logi stýrir Högum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband