Færsluflokkur: Bloggar

Lækkar verðið?

Ef ég á að vinna fyrir Orkuveitu Reykjavíkur, lækkar þá reikningurinn minn á móti?  Verður það skattlagt því væntanlega verður litið á þetta sem tekjur á móti vinnu?  Eitthvað hlýtur fyrirtækið að bjóða mér ef ég á að vinna eitthvað fyrir þá umfram það sem ég geri í dag.  Hefði áhuga á að heyra hvað þeir eru að hugsa í þá veru á þessu stigi máls.

Trúi ekki öðru en að öll fyrirtæki vildu gjarnan lækka kostnað sinn með því að láta viðskiptavini sína vinna hluta verkanna gegn því að fá -EKKI- hækkun í staðinn!  Spurning hvort viðskiptavinirnir verði jafn ánægðir með lægra þjónustustig sem felst í meiri vinnu þeirra sjálfra.

Hver er bara að hugsa um sig hérna?

 

 


mbl.is Hafa ekki áhyggjur af svindli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sambandsleysið algjört ??!?!?

Þegar horft er til þeirra hörmunga sem meirihluti landsmanna hefur og er að ganga í gegn um.  Rannsóknarskýrslu Alþingis sem er allt of lítið skoðuð og notuð en ætti að vera viðmið allra í endurreisninni á Íslensku samfélagi.  Þann siðferðisbrest sem við sjáum allt í kring um okkur á hverjum degi, á sama tíma og við heyrum sorgarsögur venjulegra íslendinga sem hent er út úr lífi sínu vegna vinnubragða í fjármálaheiminum við þessar aðstæður og tugþúsundir íslendinga svelta heilu hungri vegna bresta í velferðarkerfinu okkar.

Sjórnmálamenn eru sofandi um allt annað en eigin hag.  Fjármálamenn eru sofandi fyrir öllu öðru en eigin hag.  Löggjafinn er háður stjórninni og ónýtur til allra annarra hluta en þeirra sem þaðan koma.  Hagsmunaaðilar segja stjórninni fyrir verkum sem svo aftur setur lög fyrir þá.  Þjóðin hefur engann sér til varnar gegn ofríki kerfisins.  Engin heildarstefna í gangi.  Engin framtíðarsýn.

Svo koma nýju bankastjórarnir eins og endurvakningar með laun sem eru í engum tengslum við íslenskan raunveruleika og gera hreinlega grín að öllum sem eru að reyna að laga hér til.  Hverjum dettur í hug að 3, 4 eða 5 milljónir í mánaðarlaun séu réttlætanleg hér á Íslandi vegna samkeppnissjónarmiða.  Hver mun vilja ráða þetta ágæta fólk á slíkum launum, hér á landi eða erlendis.  Ef það getur fengið þessi laun erlendis ættum við að fagna því fyrir þeirra hönd og hjálpa þeim erlendis.  Hér á landi er fjöldin allur af vel menntuðu og hæfu fólki til að sinna störfum þeirra fyrir "eðlileg" laun.

Maður hreinlega skilur þetta ekki né hvernig tekið er á þessum málum almennt í samfélaginu.

Svo bætir Íslandsbanki um betur og segir berum orðum að fyrirtækið sé svo vel rekið að stór hluti hagnaðar sé vegna þess að þeir hafi komist hjá því að láta endurmat lánasafna sinna ganga til viðskiptavina sinna.  Viðskiptavinir þess fyrirtækis hljót að vera uppljómaðir yfir því hversu vel um þá er hugsað þar.

Ég er alveg sannfærður um að ef á sjónarsviði kæmi banki sem hagaði sér með öðru mót og væri raunverulegur valkostur við þessa spillingapeningaskápa sem fyrir eru, yrði veruleg hreyfing á fólki með lánin sín og sparnað.

 


mbl.is Bankastjórarnir mættu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu !!!

Hvað er í gangi?

Mig er kannski að misminna en var Embætti Sérstaks sakskóknara ekki sérstaklega sett á laggirnar og haldið aðskildu frá efnahagsbrotadeild Lögreglunar og Embætti Ríkissaksóknara til að tryggja óvilhalla og einbeitta rannsókna á þeim meintu brotum sem urðu til í eða orsökuðu hrunið?

Var ekki á sínum tíma talin rík ástæða til að fá sérstakan starfsmann með aðstoðarmenn til að kafa ofan í þessi sérstöku og afmörkuðu mál?  Fengum við ekki Evu Joly til að aðstoða okkur við að koma þessu á laggirnar og kenna okkur að finna faldar slóðir þessara "meintu" hrappa?

Á nú að eyðileggja þetta með því að hræra öllum þessum embættum saman í eina skál og hrysta vel svo engu verði komið í verk.  Á nú loksins að þynna þetta svo út eins og þessi ríkisstjórn hefur nú aldeilis sýnt og sannað að hún getur gert, að engan árangur er að vænta?

Hver er að hugsa um hagræðingu þegar kemur að því að fá botn í meint brot vegna hrunsins?  Má það ekki bíða þangað til þetta sérstaka embætti hefur fengið að ljúka vinnu sinni?  Var ekki rætt um að þetta gæti tekið allt að 5 árum?  Hvar er þolinmæði?  Hvað liggur á?

Mín skoðun er eindræg í því að Sérstakur Saksóknari á að fá að ljúka því verki sem það embætti var stofnað til að sinna.  Þegar því er lokið á að loka því.

Það á ekki að blanda því embætti við önnur innan lögreglunar enda sinnir hann ekki almennum lögbrotum eins og önnur embætti.  Hans embætti var stofnað sérstaklega vegna brota í hruninu og til að finna þá sökudólga ef einhverir voru.  Hans fólk er sérhæft í því máli og hefur fengið sérfræðiaðstoð erlendis frá til að sínna því hlutverki.  Önnur embætti geta nýtt þá þekkingu þegar hún er laus og Sérstakur Saksóknari hefur lokið hlutverki sínu en ekki fyrr.  Ef þessu embætti er slengt inn í önnur embætti hverfur sá ávinningur sem með því fékkst og við getum gleymt því að sækja þessa kóna til saka því útþynningin á verkefnunum og mannskapurinn hverfur í önnur verkefni sem einhverjir embættismenn telja mikilvægari.

Ögmundur er trúr sinni köllun að gera það sem skilar engu eins og aðrir ráðherrar í þessari vinstri stjórn sem átti að bjarga heimilunum í landinu.  Nú virðist sem slík björgun eigi að felast í því að tryggja það að þeir sem bera ábyrgð á hruninu sleppa lausir allra mála.

Þetta er vont mál!


mbl.is Vilja sameina efnahagsbrotadeild og sérstakan saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir fáu útvöldu

Nú er Steinn Logi orðin stjórnarformaður Haga!

Við erum ágætlega menntuð, Íslendingar hélt ég, samt er eins og það sé bara handfylli manna og kvenna sem geta stjórnað fyrirtækjum landsins og það er alltaf sama fólkið sem róterar á milli fyrirtækja og innan stjórna.  Hvernig stendur á því?  Höfum við ekkert lært?

Hversvegna eru aðrir ekki gjaldgengir?  Hvernig á maður að treysta Steini Loga, þó hann sé eflaust ágætur maður að innra upplagi?  Ég þekki ekki hans sögu í smáatriðum en var hann ekki við stjórnvölin á Húsasmiðjunni sem var á endanum yfirtekin af bankanum?  Hafði hann ekki ágætan tíma, nokkur ár, til að stjórna því fyrirtæki?  Hvar er allt okkar gæða fólk?

Það hlýtur að vera til stærri hópur sem hægt er að velja úr sem hefur hæfileikana, menntunina og viljann, jafnvel löngunina?  Hversvegna ekki að finna þannig fólk og koma viðskiptalífinu okkar upp úr þessum táradal sem það nú er í vegna þessa sama fólks m.a. sem stjórnar öllum fyrirtækjum.  Fyrir mig sem neytanda er ekkert að breytast þar sem hugmyndafræðin sem er lögð til grundvallar rekstri fyrirtækjanna er ekkert að breytast því það stjórna alltaf sama fólkið.

Hvernig væri nú að reyna að læra eitthvað af mistökum síðustu ára og fá fagfólk inn í rekstur fyrirtækjanna og hætta þessu endalausa poti.


mbl.is Steinn Logi stýrir Högum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband