Er sambandsleysið algjört ??!?!?

Þegar horft er til þeirra hörmunga sem meirihluti landsmanna hefur og er að ganga í gegn um.  Rannsóknarskýrslu Alþingis sem er allt of lítið skoðuð og notuð en ætti að vera viðmið allra í endurreisninni á Íslensku samfélagi.  Þann siðferðisbrest sem við sjáum allt í kring um okkur á hverjum degi, á sama tíma og við heyrum sorgarsögur venjulegra íslendinga sem hent er út úr lífi sínu vegna vinnubragða í fjármálaheiminum við þessar aðstæður og tugþúsundir íslendinga svelta heilu hungri vegna bresta í velferðarkerfinu okkar.

Sjórnmálamenn eru sofandi um allt annað en eigin hag.  Fjármálamenn eru sofandi fyrir öllu öðru en eigin hag.  Löggjafinn er háður stjórninni og ónýtur til allra annarra hluta en þeirra sem þaðan koma.  Hagsmunaaðilar segja stjórninni fyrir verkum sem svo aftur setur lög fyrir þá.  Þjóðin hefur engann sér til varnar gegn ofríki kerfisins.  Engin heildarstefna í gangi.  Engin framtíðarsýn.

Svo koma nýju bankastjórarnir eins og endurvakningar með laun sem eru í engum tengslum við íslenskan raunveruleika og gera hreinlega grín að öllum sem eru að reyna að laga hér til.  Hverjum dettur í hug að 3, 4 eða 5 milljónir í mánaðarlaun séu réttlætanleg hér á Íslandi vegna samkeppnissjónarmiða.  Hver mun vilja ráða þetta ágæta fólk á slíkum launum, hér á landi eða erlendis.  Ef það getur fengið þessi laun erlendis ættum við að fagna því fyrir þeirra hönd og hjálpa þeim erlendis.  Hér á landi er fjöldin allur af vel menntuðu og hæfu fólki til að sinna störfum þeirra fyrir "eðlileg" laun.

Maður hreinlega skilur þetta ekki né hvernig tekið er á þessum málum almennt í samfélaginu.

Svo bætir Íslandsbanki um betur og segir berum orðum að fyrirtækið sé svo vel rekið að stór hluti hagnaðar sé vegna þess að þeir hafi komist hjá því að láta endurmat lánasafna sinna ganga til viðskiptavina sinna.  Viðskiptavinir þess fyrirtækis hljót að vera uppljómaðir yfir því hversu vel um þá er hugsað þar.

Ég er alveg sannfærður um að ef á sjónarsviði kæmi banki sem hagaði sér með öðru mót og væri raunverulegur valkostur við þessa spillingapeningaskápa sem fyrir eru, yrði veruleg hreyfing á fólki með lánin sín og sparnað.

 


mbl.is Bankastjórarnir mættu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Er svo sammála þér með að það þyrfti að stofna nýjan banka til að fólkið gæti fært sín viðskipti annað.  Eftir hrunið missti fólk traustið á bönkunum og ekki er þetta nýja útspil til að efla það, algjörlega siðlaust. Vona að sem flestir hætti sínum viðskiptum við þessa tvo banka sem borga sínum Bankastjórum hæðstu launin. Þjóðin hlýtur að hafa einhver völd til að þrýst á þegar okkur er nóg boðið.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 8.3.2011 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband