Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
4.3.2011 | 21:55
Kvartanalisti til leiðsagnar
Einhverra hluta vegna koma þessi viðbrögð verslunarinnar ekki á óvart. Nú held ég að við neytendur þurfum að sýna hið nýja Ísland þar sem svona hegðun er ekki liðin. Menn þurfa nauðsynlega að fara að reglum og sýna neytendum þann sóma að fara að reglum.
Mín tillaga er að Neytendasamtökin birti lista vikulega þar sem fram koma fjöldi kvartana á verslun. Ef um verslunarkeðju er að ræða má alveg taka saman heildarfjölda á keðjuna en draga fram þá einstöku verslun sem oftast hefur verið kvartað yfir.
Þetta yrðu bara upplýsingar um viðbrögð neytenda til Neytendasamtakanna og því eingöngu lýsing á áliti þeirra neytenda sem láta í sér heyra. Slíkar upplýsingar eru hinsvegar mjög góð vísbending til annarra neytenda um þann hugsunarhátt sem viðkomandi fyrirtæki hafa til neytenda og ætti því að vera góð leið fyrir neytendur að velja sér verslun til að versla í.
Þó að samkeppnin sé nánast enginn þar sem fáir aðilar eiga meiri hluta smásöluverslunarinnar þá er smá samkeppni engu að síður. Við neytendur þurfum að sýna þessum fyrirtækjum með fótum okkar og buddu að okkur er ekki sama um hvernig komið er fram við okkur eða hvað okkur er boðið upp á.
Kvarta undan verðmerkingum á kjötvörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |